Síðan hans Stef!

Stef Homepage

Líf og fjör



sunnudagur, maí 30, 2004 :::
 
Ég sagði svampar, ekki turk-korkar!

Er alveg að fíla þessar Dominos auglýsingar. Algjör snillingur þessi færeyingur. Færeyingar yfir höfuð bara skondin kvikindi. Ertu eitthvað heyrnaveikur? Ein ansi spaugileg saga um færeying var einmitt þegar að Kristján átti heima á Greniteignum og það bjó einhver úr þessum skrýtna stofni rétt hjá þeim. Hann var á svipuðu reki og Þröstur Leó bróðir Stjána. Kom svo alltaf og bankaði og spurði svona líka skemmtilega bjagað, Er Prestur heima? Þetta fannst okkur Stjána alveg óborganlega fyndið. Dominos er að koma hingað til Keflavíkur og legg ég til að Pétur Færeyingur verði ráðinn á stundinni, enda ekki bara færeyingur eins og gaurinn í auglýsingunni, heldur líka suddalega líkur honum. Íslendingar voru að tapa fyrir Japan áðan í bráðfjörugum og skemmtilegum leik. Heiðar Helguson var sterkur í leiknum og setti tvö, en tilþrif leiksins átti Brynjar Björn Gunnarsson, hann var rekinn af velli fyrir einhverja þá svaðalegustu tveggja fóta tæklingu sem sögur fara af. Má þakka fyrir að Japaninn missti ekki aðra löppina frá nára. Frétti það að Doddi í bókabúðinni hafi lesið hjá mér bloggið, sem er ekki nógu sterkt þar sem hann las greinina þar sem ég sagði frá þegar ég rændi lyklinum í búðinni hjá honum. Var nokkurn veginn öruggur um að hann myndi aldrei lesa þetta, en svona er víst lífið, öll svik komast upp um síðir, eða eitthvað...Sorry Doddi!!!! Nú nálgast kvartöldin óðfluga og ég er að verða hræddari og hræddari með hverri mínútunni sem líður. Hef nefnilga heyrt að þetta sé eitthvað það versta skref sem maður yfirstígur. En það er semsagt á laugardaginn sem að kallinn verður fem og tyve...anskotans rugl. Og maður ekkert búinn að afreka á þessum árum!! Bull og vitleysa! Ef einhver sæt og skemmtilega hnáta er tilbúin að lifa lífinu á þessum síðustu og verstu tímum, sakar ekki að hún sé með fallegan rass og velklipptar táneglur. Ef þetta eintak er á svipuðum slóðum og ég, þá getur hún hringt í mig og ég skal bara giftast henni strax.... Húrra fyrir Heiðari!!!!!


::: posted by Gunnar at sunnudagur, maí 30, 2004






_______________

Kikid i gestabokina!

Hver er mest Sexy?
Veldu...
Leoncie
Ingibjorg Solrun
Stina Hjalta
Tony
Sverrir Stormsker

Current Results
Create a FREE Alxnet Web Poll

Powered by TagBoard Message Board
Nafn

E-mail

Messages(
Broskallar)

 
_______________

Líf og fjör



Goda vedrid i Kef!

Powered by Blogger