Síðan hans Stef!

Stef Homepage

Líf og fjör



föstudagur, maí 21, 2004 :::
 
I need a hero!!!

Hetjur eru eitthvað sem allir þurfa að eiga. Ef þú átt þér ekki hetju þá yrði lífið ansi stefnulaust. Þegar ég var yngri átti ég alveg haug af þeim. Fótboltahetjur eins og Maradona, ég horfði náttúrulega mikið á sjónvarp og hetjan mín þar var Ralph Macchio, eða The Karate Kid að ógleymdum Christopher Reeves eða Superman. Svo fílaði maður Limahl soldið mikið líka, hann var nokk töff, maður síns tíma. Nú ég fór að velta aðeins fyrir mér hvurslags eiginlega stjörnufans þetta er sem ég lagði allt mitt stolt á á sínum tíma. Maradona gengur um styðjandi sig við öndunarvélina sína, enda búinn að sjóða í sér flest öll líffærin eftir ofnotkun kókaíns. Lítið hægt að hetjudýrkast við hann. Nú Ralph Macchio býr víst á elliheimili í LA, því hann var víst orðinn fertugur þegar hann lék Daniel Larusso í fyrrnefndum kvikmyndum, semsagt orðinn 70 ára í dag og liggur fyrir dauðanum einhversstaðar í Kaliforníu. Lítið hægt að hetjudýrkast við hann. Limahl hefur greitt úr broddunum líkt og Nonni Kr. en nýja lúkkið fór víst alveg með hann, gengur hann víst um götur London og syngur Too Shy og Never ending story til skiptis, búinn að missa það alveg. Lítið hægt að hetjudýrkast við hann. Nú að lokum var það nú eiginlega mesta hetjan mín, sjálfur Súperman. Ég var heilu og hálfu dagana að reyna að búa til S með toppnum á mér og lét mömmu mynda mig í supermanbúning sem einhver krakkinn í blokkinni hafði fengið að gjöf og ég fengið lánaðan, þó svo hann hafi verið svona 7 númerum of lítill og ég var eins og ég væri í brjóstahaldara og speedo skýlu. Fyrir mér var Reeves hreinlega bara Superman. En hann flýgur víst ekki mikið núna kallinn, enda tjóðraður niður í tveggja tonna rafmagns hjólastól, sem er þó knúinn áfram af blæstri hans. Ef hann ætlar áfram blása frá, aftur á bak draga inn. Karluglan er eins og liðið lík, fölur og krumpaður, auk þess sem ég sá viðtal við hann í gær, þar sem hann er búinn að raka af sér allt hárið. Svo ég er farinn að efa það að hann muni leika í næstu Supermanmynd!!! Lítið hægt að hetjudýrkast við hann. Ég er því bókstaflega orðinn stefnulaus!!!!
Þannig að það lítur út fyrir það að ég þurfi að finna mér nýjar hetjur, spurning um að passa að þær séu nú alveg örugglega ekki á leiðinni í ruglið og svoleiðis. Ætli Gasgoine sé alveg hættur???


::: posted by Gunnar at föstudagur, maí 21, 2004



miðvikudagur, maí 19, 2004 :::
 
Leiðinlegi gaurinn....

Gleðisveitin Ingólfur skemmti landanum síðastliðið sumar við misgóðar undirtektir. Hljómsveit sem ekur um á ryðgaðri rútu, milli þess sem þeir komust í ömurlegustu partý landsins og sváfu hjá hórkonum almúgans. Af hverju ég ákvað að eyða pústi í að skrifa um þessa hljómsveit, er mér óljóst, en ég fór að sjá Pablo og félaga í gær. Þar kom sjálfur Pablo Francisco fram ásamt tveimur félögum sínum, annar þeirra fastagestur hjá Jay Leno, þeldökkur og breiður gaur sem talaði um það að vera ótrúr og hvernig ætti að fela framhjáhald og þess háttar, svona mest neðanbeltis húmor sem var bara að gera góða hluti. Pablo sjálfur var eins og alltaf þvílíkt fyndinn, bíómyndakallinn og Ahnold klikka aldrei. Það var hins vegar þriðji gaurinn sem gersamlega gekk frá pleisinu, þvílíkur snillingur. Mike Loftus heitir hann og er svona fertugur hvítur og asnalegur gaur, sem maður gat engan veginn ímyndað sér að væri á nokkurn hátt fyndinn. Hann er einn af sketcha höfundum George Lopez Show, einhvers lélegasta þáttar sem er í boði í sjónvarpi, svo það bætti nú ekki úr skák. En þvílíkur snillingur! Hann reitti af sér brandarana og maður hafði varla tíma til að anda milli þeirra. Hann bar af og skákaði meira að segja Pablo sjálfum. Þó var Bjarni töframaður arfaslakastur í þessu öllu saman. Að fá nú ekki einhvern fyndinn til að vera kynnir, nú eða bara ekki fyndinn. Það er skárra en að hafa gaur sem heldur að hann sé fyndinn og röflar út í eitt um ekkert. Hins vegar var eitthvað lið þarna á fremsta borði sem var orðið alveg á felgunni og maður var svona orðinn nett pirraður á þeim, sýndist Pablo vera það líka. Alveg merkilegt með Íslendinga að þurfa alltaf að vera að eyðileggja allt með svona leiðindum. Blindfullur í miðri viku og að garga inn á svið hjá heimsþekktum grínista er ekkert spes.....
Að sjálfsögðu, þegar lagt er í svona bæjarreisu varð að fá sér smá næringu. Skelltum við okkur því á Ruby Tuesday, þar var eitthvað steikartilboð, allar steikur á sama lága verðinu. Við eins og sannir karlmenn, pöntuðum dýrustu mögulegu steikina. Medium skyldi hún vera elduð og er það víst talið vera mjög gott. Eftir örlítið spjall um daginn og veginn, kom steikin til okkar á borðið, bókstaflega jarmandi! Maður hefði helst þyrft að vera í hlífðarfatnaði, til þess eins að blóðið spýttist ekki á mann. Stjáni og Hjörtur sendu sína til baka, en ég á minn karlmennskuhátt hélt minni. Hefði þó betur sent hana til baka, því það er eins og það sé lamb á beit inn í mér núna. Hef oft velt fyrir mér einni klisju úr So I married an axe murderer með Mike Myers, þegar þau velta fyrir sér hvað sé verra en.... Sem sagt leikur sem gengur út á að reyna að vera með eitthvað ógeðfelldara en næsti á undan. Hefði alveg gengið í gær þegar lambið jarmaði á okkur, og eins í framhaldinu, þegar Stjáni var að taka seinasta bitann af kjötinu og sér þá svona smá hár á bitanum sem hann var að fara að taka. "Nei anskotinn!" heyrist í kallinum, velkomið hár svona í framhaldi blóðsins. Tekur hann því næst í þetta sem virtist vera smá hár og togar af.....ÞAÐ ætlaði aldrei að enda!!! Hefði verið hægt að búa til þessa fínu hárkollu úr þessu, alveg er ég viss um það. Ekki skemmtilegt það. En stjáni komst þó ágætlega frá þessu, orðinn vel saddur, vildi því ekkert annað, þurfti að reiða fram heilum 250 kr. fyrir þetta dýrindis steikartilboð. Asskotans vitleysa.......


::: posted by Gunnar at miðvikudagur, maí 19, 2004






_______________

Kikid i gestabokina!

Hver er mest Sexy?
Veldu...
Leoncie
Ingibjorg Solrun
Stina Hjalta
Tony
Sverrir Stormsker

Current Results
Create a FREE Alxnet Web Poll

Powered by TagBoard Message Board
Nafn

E-mail

Messages(
Broskallar)

 
_______________

Líf og fjör



Goda vedrid i Kef!

Powered by Blogger